Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. desember 2022

Hækkun launataxta um áramótin

Launataxtar hjá Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum og Strætó bs. hækka um áramótin.

Vakin skal athygli launafólks sem starfar hjá eftirtöldum vinnustöðum; Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum og Strætó bs. Samkvæmt kjarasamningum þessara vinnustaða, sem ná lengur en aðrir, þ.e. til 30. september 2023, kemur til launahækkunar sem tekur gildi nú um áramótin. Frá og með 1. janúar 2023 hækka grunnlaun þeirra sem starfa hjá áðurnefndum vinnuveitendum um 19.000 krónur en kemur ekki fram á launaseðli fyrr en 1. febrúar þar sem þessi launahópur er á eftir á greiddum launum.

Við biðjum félagsfólk okkar sem starfar á þessum vinnustöðum um að skoða launaseðla sína vel af þessu tilefni og vera fullvisst um að viðeigandi launahækkun skili sér réttar.

Ef villur í launagreiðslum koma í ljós skal gera vinnuveitanda/yfirmanni viðvart sem allra fyrst. Ef vinnuveitandi/yfirmaður bregst ekki við er rétt að hafa samband við trúnaðarmann eða skrifstofu Sameykis með ósk um aðstoð vegna málsins.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)