Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. janúar 2023

Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða

Verð á mat- og drykkjarvörum hækkar milli mánaða.

Vísitala neysluverðs hækkar um milli mánaða um 0,85 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðsins hækkar um 0,88 prósent frá desember 2022. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2023, er 569,4 stig frá í maí 1988 þegar hún stóð í 100 stigum.

Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 2,0 prósent. Hluti af þeirri hækkun skýrist af hækkun á mjólk, ostum og eggjum um 4,4 prósent. Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5 prósent, hitaveita hækkaði um 6,0 prósent, nýir bílar hækkuðu um 9,8 prósent og veitingar um 2,4 prósent.

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkuðu föt og skór um 8,4 prósent sem aftur lækkar vísitöluna um 0,29 prósent. Húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði um 4,4 prósent og raftæki um 6,2 prósent. Einnig lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 9,4 sem hefur áhrif á lækkun vísitölunnar um 0,20 prósent.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,9 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,3 prósent.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2023, sem er 569,4 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2023. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 11.243 stig fyrir mars 2023.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)