22. maí 2023
Aðalfundur LSR haldinn 24. maí

Opinberir starfsmenn í LSR.
Aðalfundur LSR verður haldinn miðvikudaginn 24. maí. Undir liðnum samþykktar breytingar verða kynntar heildaraðgerðir sjóðsins til að bregðast við hækkandi lífaldri. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 15:00.
Til að bregðast við hækkandi lífaldri þarf LSR að dreifa réttindum sjóðfélaga á fleiri vænt lífár en áður hafði verið gert ráð fyrir. Áður hafa aðgerðir sjóðsins til að koma framtíðarstöðu réttinda í jafnvægi verið kynntar, en á aðalfundinum verða nú kynntar þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að áunnin réttindi dugi til að greiða sjóðfélögum lífeyri alla ævi. Þær munu hafa áhrif á þann hluta eftirlaunaþega sem ekki nýtur ríkisábyrgðar.
Fundurinn á Hilton Reykjavík Nordica er opinn öllum sjóðfélögum, auk þess sem sent verður út frá fundinum á netinu.
Við vekjum athygli á að hægt verður að taka þátt í fundinum rafrænt, auk þess sem upptaka verður gerð aðgengileg á lsr.is að fundinum loknum. Óskað er eftir að gestir skrái þátttöku á lsr.is, hvort sem það er mæting á sjálfan fundinn eða rafræn þátttaka.
Hægt er að skrá sig á fundinn hér.