Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. maí 2023

Verkfallsboðun samþykkt í Garðabæ

Félagsfólk í Starfsmannafélagi Garðabæjar samþykktu frekari verkfallsaðgerðir á laugardaginn sl.

Félagsfólk í Starfsmannafélagi Garðabæjar samþykktu frekari verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk kl. 11:00 á laugardaginn sl. Verkfallsboðunin var samþykkt með 89% greiddra atkvæða.

Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir hafa því verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í 29 sveitarfélögum, og eru þau eftirfarandi:

Akranes, Akureyri, Árborg, Bláskógarbyggð, Borgarbyggð, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grindavík, Grímsnes- og Grafningshreppur, Grundafjarðarbær, Hafnarfjörður, Hveragerði, Ísafjarðarbær, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Norðurþing, Rangárþing Eystra, Rangárþing Ytra, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Skagafjörður, Snæfellsbær, Stykkishólmur, Suðurnesjabær, Vestmanneyjar, Vogar og Ölfus.

Í Garðabæ munu aðgerðirnar ná til starfsfólks leikskóla, sundlauga og bæjarskrifstofu.