Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. júní 2023

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning hefst í dag

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, með félagsfólki á Akranesi í gær.

Opnað verður fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn kl. 12:00 í dag og lýkur kl. 12:00 á mánudaginn 19. júní. Hægt er að nálgast nýja kjarasamninginn inni á Mínum síðum undir Mín kjör.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, heimsótti félagsfólk á Seltjarnarnesi og Akranesi í gær til að kynna því kjarasamninginn sem undirritaður var 10. júní sl. Í morgun kl. 9:00 hófst svo kynning á kjarasamningnum fyrir félagsfólki í gegnum fjarfundarbúnað.


Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, með félagsfólki á Seltjarnarnesi í gær.

Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu þar um. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)