Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. júní 2023

Sótt um verkfallsbætur

Sótt er um verkfallsbætur á vef BSRB.

Hægt er að sækja um verkfallsbætur þegar launaseðill með skerðingu vegna verfallsdaga liggur fyrir. Ekki er hægt að sækja um verkfallsbætur fyrr en launaseðillinn hefur verið gefinn út þar sem hann þarf að senda með umsókninni. Allar frekari upplýsingar um verkfallsbætur er að finna á vef BSRB.

Um verkfallsbætur
Í verkfalli falla laun niður hjá þeim sem leggja niður störf. Líklegt er að laun verði dregin af öllu félagsfólki sem verkfall nær til vegna þeirra daga eða þess hluta dags sem þau lögðu niður störf. Félagsfólk sem vinnur í verkfalli á rétt á launum fyrir þann tíma sem það vinnur. Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista en lendir í frádrátti frá launum vegna verkfalls.

Sótt um verkfallsbætur
Aðildarfélög BSRB sem standa sameiginlega að verkfallsaðgerðum hafa ákveðið að greiddar verði 30.000 kr. fyrir hvern heilan dag sem félagsfólk leggur niður störf, miðað við 100% starfshlutfall. Staðgreiðsla skatta er tekin af verkfallsbótum. Sótt er um á vef BSRB, sjá hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)