Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. ágúst 2023

NSO ráðstefna: Gervigreindinni þarf að setja regluverk

Ann-Theresa Enarsson flutti erindi um gervigreind á NSO ráðstefnunni.

Ann-Theresa Enarsson er eigandi og starfandi sérfræðingur í gervigreind á sænskum vinnumarkaði hjá hugsmiðjunni Futurion. Hún sagði í fyrirlestri um fyrirbærið að gervigreindin sé vissulega komin til að vera en við þurfum að rata um þann frumskóg með því að setja vinnumarkaðnum reglur hvernig hann nýtir sér gervigreininda. Um þessar reglur þarf að eiga sér stað samtal, ekki síst innan stéttarfélaganna.


„Talið er að gervigreindin muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn í framtíðinni. Gervigreindin mun án efa breyta störfum, einfalda þau og önnur störf munu leggjast af. Stærstu breytingarnar verða í tæknigeiranum, fjölmiðagreinum, kennslu og annarri fjölbreyttri þjónustu sem veitt er í gegnum opinbera og almenna vinnumarkaðinn.

Gervigreindin er bæði spennandi og ógnvekjandi. Ýmiss gervigreind er notuð til að skapa sögufléttur í t.d. skáldsögum og handritum að ýmsu sjónvarpsefni. Við þekkjum muninn á því hvað er gervigreind og hvað er ekki gervigreind, en í framtíðinni verður munurinn óljósari. Nú þegar er tónlistarfólk komið í hár saman vegna þeirrar tónlistar sem gervigreindin er að semja fyrir það vegna þess hve munurinn á gervigreind og frumsömdum lögum höfunda er orðinn óljós.

Í dag kemur gervigreindin ekki í stað mannlegs hæfileika, því jú, hún er að byggð á því sem mennirnir hafa skrifað og liggur um víðáttur internetsins. Þangað sækir gervigreindin efnið sitt. Í Bandaríkjunum er verið að ræða um að setja lög og reglur um hvernig gervigreindin er notuð og nýtt af stofnunum ríkisins. Ég tel það vera af hinu góða því ógnin við gervigreindina liggur t.d. í öfgakenndri umræðu, falsfréttum o.s.frv.

Hef áhyggjur af þeim störfum sem ungt fólk fer á mis við þegar gervigreindin leysir þau af hólmi. Því þarf vinnumarkaðurinn að passa vel upp á að hann nýti sér ofurkrafta unga fólksins sem liggja í því hvernig það nýtir sér tækni, samfélagsmiðla og aflar sér upplýsinga. Unga fólkið aðlagar sig hratt að breytingum og því er framtíðin þeirra á þessu sviði,“ sagði Ann-Theresa Enarsson.