Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. september 2023

Trúnaðarmannaráðsfundur: Áform ríkisstjórnarinnar boða ekki gott

Þórarinn Eyfjörð segir það ekki vekji vonir um farsælar kjaraviðræður að ríkissstjórnin ætli að segja upp ríkisstarfsmönnum í stórum stíl og skera niður fjarveitingu til stofnana ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki fyrir þjóðina.

Formaður Sameykis, Þórarin Eyfjörð, ræddi á trúnaðarmannaráðsfundinum sem nú stendur yfir, um komandi kjarasamninga. Hann sagðist ekki vera beinlínis bjartsýnn á komandi kjaraviðræður um leið og ríkisstjórnin boðar mikinn niðurskurð, uppsagnir starfsmanna ríkisins og niðurskurð í fjárveitingu til stofnana. Það boði ekki neitt gott.

„Við erum að fara af stað í sömu hringekjuna í kjarasamningunum við ríkið og síðar við Samband íslenskra sveitarfélaga sem Sonja og BSRB leiddu til lykta. Verkfallið í vor var harkalegt og samningaviðræðurnar sjálfar voru mér ekki geðfelldar. Ég hef ekki orðið vitni að slíkri framkomu viðsemjenda okkar áður. Vissulega fylgir því félagslegur gróði að fara í verkfall því viðsemjandanum er auðvitað hollt að vita að hægt er að grípa til öflugra og harðrar baráttu ef að kröfurnar eru ósanngjarnar fyrir okkar fólk. Þetta fór þannig í vor eins og við vitum að Samband íslenskra sveitarfélaga þurfi að lokum að greiða helmingi meira en ef þau hefðu gengið og kröfum okkar og samið strax. Hægt var að komast hjá verkfalli og þessum átökum. Þessi árangur byggði á samstöðu okkar félagsfólks innan BSRB,“ sagði Þórarinn á fundinum.


Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Spurður um hverjar væntingar hans væru til komandi kjarasamninga, svaraði Þórarinn að hann væri ekki beinlínis bjartsýnn.

„Ríkisstjórnin boðar uppsagnir starfmanna ríkisins í stórum stíl, niðurskurð í starfssemi ríkisstofnana og þar fram eftir götu. Ég er ekki bjartsýnn,“ sagði Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)