Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. október 2023

PSI þing: Þingfulltrúar kalla eftir að þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni verði stöðvað

Umræðum um samþykktir og lokaályktanir þingsins stjórnaði Dave Prentis. Á háborðinu situr stjórn PSI f.h. Rosa Pavanelli, fráfarandi framkvæmdastjóri, Dave Prentis, fráfarandi forseti, Susana Barria, svæðisritari fyrir Kólumbíu og alþjóðlegur umsjónarmaður heilsujafnréttis PSI og David Bertossa, framkvæmdastjóri PSI.

Á síðasta degi PSI þingsins fóru fram umræðum um samþykktir og ályktanir sem varða réttindi opinberra starfsmanna og starfsumhverfi þeirra. Samþykktir þingsins vernda störf og réttindi opinbers starfsfólks. Í ályktun nr. 32 (sjá í þessu skjali) kveður á um stríðshrjáð lönd þar sem opinberir starfsmenn verða fyrir ofbeldi m.a. konum sem er nauðgað og þær drepnar í störfum sínum. Talsmenn stéttarfélaga innan PSI gengu hart fram í ræðum sínum að styðja opinbert starfsfólk og almenning sem verða fyrir mannréttindabrotum sökum stríðsátaka.

Huseyn Tanriverdi frá Tyrklandi ávarpaði þingið og sagði að stöðva verði þjóðarmorð Ísraela í Palestínu.

„Ísraelar stunda þjóðarmorð á fólki í Palestínu. Síðast í gær sprengdu þeir spítala í Gazaborg og okkar stéttarfélag fordæmir slíkar árásir sem beinast gegn saklausu fólki. Árásir Ísraela eru stríðsglæpir. Við krefjumst þess að Ísraelsríki stöðvi strax þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni og krefjumst þess að að komið verði á friði. LENGI LIFI MANNÚÐ OG LENGI LIFI PALESTÍNA,“ sagði Huseyn Tanriverdi.


Huseyn Tanriverdi.

Sven Morten Volosruo, frá Verkalýðsfélagi opinberra starfsmanna í Noregi talaði einnig með ályktun nr. 32 og sagði að þjóðarmorð eigi sér nú stað í Palestínu.

„Kæru vinir um allan heim. Bæði Hamas og Ísraelar eru sekir um morð á almennum borgurum í Palestínu. Okkar siðferðislega skylda er að hugsa fyrst og fremst um mannréttindi palestínsku þjóðarinnar. Við skulum standa saman og styðja pelestínsku þjóðina sem hefur verið fangelsuð í stærsta fanglesi á jörðinni,“ sagði Sven Morten Volosruo frá Noregi.


Sven Morten Volosruo.

Rosa Pavanelli, fráfarandi framkvæmdastjóri PSI, tók til máls varðandi umræðuna um árásina á spítalann í Gazaborg, og sagði að umræðuefni ályktanna fjalli ekki um að finna þann seka þeim árásum, heldur að álykta um þátttöku PSI í mannúðarstarfi og um mannréttindi í þessu stríði sem og öðrum stríðum. Þá sagði hún að í framhaldi verða ályktanir og samþykktir þingsins vonandi teknar upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.


Rosa Pavanelli.

„Fulltrúar þingsins ættu að hafa það í huga að PSI er ekki beinn þátttakandi sem pólitískt afl í stíðsátökum þjóða. Við ályktum um öll mannréttindabrot sem framin eru á opinberu starfsfólki og við semjum samþykktir til að koma á framfræi til alþjóðasamfélagsins. Við skiljum gremju fólks. PSI harmar þessi átök milli Ísraels og Hamas og harmar að saklaust fólk, almennir borgarar og opinbert starfsfólk er drepið í stríðsátökum. PSI hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og stöðva þetta hryllilega stríð,“ sagði Rosa Pavanelli á þinginu.

Þá fordæmir PSI og alþjóðlega verkalýðshreyfingin innrás Rússa í Úkraínu og hernámi Rússlands á úkraínskum landsvæðum eftir 24. febrúar 2022. Hernám Rússa, stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni eru framdir af rússneska hernum og áframhaldandi sprengjuárásir á almenna borgara og nauðsynlega innviði eins og orkufyrirtæki og ríkisstofnanir í Úkraínu hafa valdið víðtækum skaða segir í ályktun nr. 47.

1147 árásir hafa verið gerðar á opinbera heilbrigðisþjónustu frá því í febrúar 2022. Stríðið hefur valdið miklu umhverfisspjöllum, m.a sprenging rússneskra hersveita á Kakhova vatnsaflsvirkjunina og námuvinnslu á stórum hluta hernumdu svæðanna. Hernám Rússa á Zaporizhzhia kjarnorkuverið eykur hættuna á kjarnorkuhamförum sem mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér langt umfram landamæri Úkraínu. Rússneska innrásin í Úkraínu mun einngi hafa langtíma skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir landið og hefur nú þegar stuðlað að alþjóðlegri matvæla- og orkukreppu með hækkandi verði og mikilli verðbólgu í kjölfarið.

Um 5 milljónir manna eru á vergangi innanlands í Úkraínu og 8 milljónir utan landsins. Mörg þúsund óbreyttra borgara og opinberra starfsmanna hafa verið drepnir í Úkraínu og milljónir hafa misst vinnuna í Úkraínu síðan innrás rússa hófst.

Að loknum umræðum, samþykktum og kveðjum frá nýjum forseta PSI, Britta Lejon, var þingi slitið kl. 16:30 í dag.


Britta Lejon þakkar Rosa Pavanellli fyrir hennar störf sem framkvæmdastjóri PSI frá árinu 2012.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)