Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. október 2023

Kvennaverkfall: Ábendingar um atvinnurekendur sem ekki styðja konur og kvár

Frá Kvennaverkfalli 2018. Ljósmynd Rut Sigurðardóttir.

Hægt er að tilkynna um þá atvinnurekendur sem hamla konum og kvár að taka þátt í Kvennaverkfalli 24. október nk. Nafnleyndar er heitið um innsendar ábendingar.

Sögulega hafa atvinnurekendur stutt, eða að minnsta kosti ekki staðið í vegi fyrir, að konur leggi niður störf á Kvennafrídeginum 24. október.

Atvinnurekendur hafa nægan tíma til að haga skipulagi sínu þannig að konur og kynsegin fólk þurfi ekki að mæta til vinnu. Þá geta atvinnurekendur hvatt sérstaklega til þátttöku, tryggt starfsfólki sínu laun þrátt fyrir fjarveru og margt fleira.

Hér getur þú sent aðstandendum Kvennaverkfalls ábendingu um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku t.d. með því að skipa starfsfólki að mæta eða draga af launum vegna þátttöku.

Nafnleynd verður haldin um þau sem senda inn ábendingar. Aðstandendur Kvennaverkfalls áskilja sér auk þess rétt til að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára 24. október með einum eða öðrum hætti.


***
Report Workplaces Anonymously
Historically, employers have supported women's participation in the Women's Strike, or at least not obstructed their participation. Employers have plenty of time to rearrange their plans, so that women and non-binary people do not have to show up for work on October 24. Employers can show their support by encouraging participation, ensuring that salaries are not deducted and more.

If your employer has indicated that you will somehow be discouraged or punished for your participation in the Women's Strike, we'd like to know. This reporting system is anonymous. We reserve the right to publish a list of the companies, institutions or organisations who do not allow their employees to participate in the strike, even after encouragement from us.

You can send us report here.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)