Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. janúar 2024

Fleiri í starfsendurhæfingu en færri útskrifaðir

Frá 2008 þá hafa um 22.500 einstaklingar hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK og sumir oftar en einu sinni.

VIRK birt á vef sínum nýverið tölur um einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu á árinu 2023. Alls 2.304 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2023, svipað margir og árið áður. 1.604 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 156 færri en árið 2022. 2.493 þjónustuþegar voru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK um áramótin, 7,5 prósent fleiri en um síðustu áramót.


Frá 2008 þá hafa um 22.500 einstaklingar hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK og sumir oftar en einu sinni. Þannig eru skráðir 26.000 starfsendurhæfingarferlar í upplýsingakerfi VIRK. 79 prósent þeirra 17 þúsund einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK frá upphafi eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi.



Þjónustukannanir VIRK sýna að þjónustuþegar eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Sjá nánar í VIRK í tölum og Árangur VIRK.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)