Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. janúar 2024

Tillögur félagsfólks í stjórn Sameykis

Félagsfólk í Sameyki.

Enn getur félagsfólk í Sameyki boðið sig fram til starfa í stjórn félagsins. Uppstillingarnefnd skilaði tillögum sínum á fundi Trúnaðarmannaráðs Sameykis sem haldinn var 25. janúar sl., sjá hér.

Í lögum félagsins segir að félagsfólki er heimilt að skila inn til uppstillingarnefndar tillögu um einn eða fleiri einstaklinga í stjórn. Tillögurnar þurfa að berast a.m.k 25 sólarhringum fyrir aðalfund sem haldinn verður 21. mars.

Lesa má nánar um stjórnarkjör í 3. kafla í lögum félagsins. 11. greinin birtist orðrétt hér fyrir neðan.

11. gr. - Trúnaðarmannaráð skal kjósa uppstillingarnefnd sem skipuð er 9 einstaklingum og tveimur til vara. Kjósa skal nefndina á fyrsta haustfundi á kosningavetri. Stjórn félagsins skal undirbúa tillögu um uppstillingarnefndina sem lögð er fyrir Trúnaðarmannaráð.

Hlutverk uppstillingarnefndar er eftirfarandi:

Gera tillögu um formann og stjórn félagsins. Einnig skal hún gera tillögur um stjórn orlofssjóðs, stjórn starfsmenntunarsjóðs, stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs, stjórn vinnudeilusjóðs og kjörstjórn.

Uppstillingarnefnd skal leggja tillögur sínar fyrir Trúnaðarmannaráð eigi síðar en 40 sólarhringum fyrir aðalfund þegar stjórn félagsins er kosin. Trúnaðarmannaráð skal afgreiða tillögur uppstillingarnefndar til samþykktar og verða þær tillögur ráðsins.

Kynna skal tillögur Trúnaðarmannaráðs á heimasíðu félagsins.

Heimilt er 50 eða fleiri félögum að gera tillögur um einn eða fleiri einstaklinga í stjórn. Skulu þær vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k. 25 sólarhringum fyrir aðalfund. Öllum tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Vanti samþykki aðila telst tillaga um hann ógild. Tillögum skulu fylgja upplýsingar um vinnustað, kennitala og heimilisfang.

Auglýsa skal eftir tillögum um stjórnarmeðlimi þegar stjórnarkjör fer fram, sbr. ákv. 9. og 10. gr.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)