Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. janúar 2024

Verðbólga mældist í janúar 6,7 prósent

Alemmingur hefur fundið rækilega fyrir hækkunum á nauðsynjavöru.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2024 lækkar um 0,16 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 495,4 stig og lækkar um 0,50 prósent frá desember 2023. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9 prósetn (hefur áhrif á vísitöluna um 0,18 prósent). Kostnaður vegna rafmagns og hita hækkaði um 3,7 prósent (hefur áhrif á vísitöluna um 0,12 prósent).

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkuðu föt og skór um 9,2 prósent (hefur áhrif á vísitöluna um -0,36 prósent) og húsgögn og heimilisbúnaður o.fl. um 5,0 prósent (hefur áhrif á vísitöluna um -0,29 prósent). Einnig lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 11,4 própsent (hefur áhrif á vísitöluna um -0,21 prósent).


Niðurfelling á VSK- ívilnun af rafbílum hafði áhrif til hækkunar á verði þeirra en tekið var tillit til rafbílastyrkja Orkusjóðs við útreikninga. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,2 prósent.

Endurskoðun aðferða við mat á húsnæðislið
Hagstofa Íslands hefur um nokkurt skeið unnið að endurskoðun aðferða við mat á reiknaðri leigu í vísitölu neysluverðs. Með betri gögnum um húsaleigu hafa nú skapast forsendur til þess að breyta um aðferð. Það er mat Hagstofunnar að aðferð leiguígilda endurspegli nú betur tilgang mælingarinnar og verður aðferðin innleidd í vísitöluna á vormánuðum. Leiguígildin eru byggð á tölfræðilegu líkani á grundvelli gagna um húsaleigu. Endanleg dagsetning á innleiðingu breytinganna verður birt í mars næstkomandi ásamt greinagerð um málið.

Fréttin birtist á vef Hagstofu Íslands.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)