Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. febrúar 2024

Netöryggi og fleiri fróðleg tölvunámskeið hjá Starfsmennt

Netglæpir eru fylgifiskar fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar stafvæðingar í þjónustu og viðskiptum.. Mynd/Gervigreind AI

Fræðslusetrið Starfsmennt býður uppá fróðleg og skemmtileg námskeið í febrúar. Gagnlegt námskeið um netöryggi hefst 22. febrúar þar sem kennt er hvernig stofnanir og vinnustaðir geta byggt upp varnir gegn netglæpum. Fræðst er um eðli netglæpa og farið verður yfir helstu veikleika í starfsemi stofnana og fyrirtækja sem netglæpamenn nýta sér.

Námskeiðið er félagsfólki í Sameyki að kostnaðarlausu.
Athugið! Skráningu lýkur 7. febrúar kl.10.00.


Skrá mig á námskeiðið

 

Að auki eru mörg önnur fjölbreytt og gagnleg tölvunámskeið í boði. Öll námskeiðin eru vefnámskeið utan rauntíma sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er á námstímanum.

Meðal námskeiða eru:
• Microsoft Teams, 7. febrúar 2024 I Vefnám
• Margmiðlun og kynningar í PowerPoint, 14. febrúar 2024 I Vefnám
• Myndvinnsla m/snjalltækjum, 4. febrúar 2024 I Vefnám
• Power BI, 28. febrúar 2024 I Vefnám

Athugið að skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst!