Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. mars 2024

Atvinnurekendur þurfa virðismatskerfi til að styðja við jafnlaunaákvæði

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði á fundinum í morgun, að út frá dómaframkvæmd er búið að reyna á það að ef launagreiðslur eru af sama uppruna þá ber launagreiðandi ábyrgð „single source“, (þýðir í meginatriðum að starfsmenn þurfa ekki að hafa sama vinnuveitanda, eða jafnvel tengdan vinnuveitanda, til að geta gert jafnlaunasamanburð. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni), á að greidd séu sömu launum fyrir sömu störf óháð kyni þrátt fyrir að störfin séu jafnvel ólík.

„Það sem er verið að horfa til er að ríkið er sami launagreiðandi þó að það séu misjafnar stofnanir þar undir og ólík störf. Það stóra í þessu er að við erum að tala um ólík störf á mismunandi vinnustöðum, en það er alltaf sami launagreiðandinn, ríkið. Jafnréttislög gera ekki ráð fyrir því að samanburður einskorðist við sama vinnustað, en um leið að ólík störf geta verið jafn verðmæti. Atvinnurekendur þurfa því að vera með virðismatskerfi til að styðja við jafnlaunaákvæði sem vinnustaðir þurfa að starfa eftir samkvæmt lögum. Það snýst um að stuðla að framþróun í samvinnu og nota virðismatskerfi til þess, en horfa líka á kvenlæga og karlæga þætti um leið,“ sagði Sonja Ýr.

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)