Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. mars 2024

Grípa þarf til aðgerða og vera stanslaust á verði fyrir launaójafnrétti

Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.

Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu, kynnti virðismatskerfið í þágu launajafnréttis á fundinum og sagði að til að leiðrétta launamun kynjanna þarf að horfast í augu við að kynbundinn launamunur á vinnumarkaðnum er staðreynd. Þá þarf að leggja til aðgerðir og fé til að laga þann vanda um leið og virðismatskerfið er innleitt.

„Þetta gerist ekki að sjálfu sér. Það verður að grípa til aðgerða og vera stanslaust á verði fyrir launaójafnrétti. Það skiptir öllu máli að byggja virðismatið á samstarfi við starfsfólk og stjórnendur vinnustaðanna. Ég tel að stofnanir séu viljugar til að taka þetta áfram og vinna að greiningu virðismatskerfa til að eyða launamun kynjanna,“ sagði Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.

Virðistmartskerfið byggir á fjórum grunnþáttum sem eru síðan vel skilgreindir.
1. Þekking og færni sem felst í hvers er krafist í starfi og á sér fimm aðra vel skilgreinda undirþætti sem eru: þekking og reynsla, lausnarmiðuð hugsun, skipulags- og áætlanagerð, samskipta og inngildingarfærni og verkleg færni.

2. Ábyrgð. Hún skiptist í sex undirflokka; velferð fólks og samfélags, stjórnun, upplýsingar, upplýsingakerfi og trúnaður, fjármunir, eignir og búnaður, stefnumótun og jafnrétti og inngilding.

3. Álag. Skiptist í fjóra undirflokka; líkamlegt álag, huglægt álag, tilfinningalegt álag og frumkvæði og sjálfstæði.

4. Vinnuumhverfi sem er einn þáttur þar sem lagt er áherslu á hversu ónotalegt, hættulegt eða óþægilegt starfsumhverfi er og áhrif þess á starfsfólk.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)