Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. mars 2024

Trúnaðarmenn heiðraðir fyrir ötult starf í þágu Sameykis

Þórarinn Eyfjörð færir Ragnheiði Heidi viðurkenningu sem trúnaðarmaður ársins á aðalfundi Sameykis.

Á aðalfundi Sameykis í gær voru Ragnheiði Heidi Hansen og Pétri Karlssyni veittar viðurkenningar fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu Sameykis. Tekið var tillit til þriggja þátta við valið á trúnaðarmanni ársins; hvernig trúnaðarmaður sinnir félagsfólki í Sameyki á vinnustaðnum, virkni þeirra í kjaramálum og virkni í félagsstarfi Sameykis.

Ragnheiður Heidi og Pétur eru bæði framúrskarandi trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum, þau eru kraftmikil, jákvæð og drífandi trúnaðarmenn.

Ragnheiður Heidi Hansen starfar hjá Skálatúni í Morsfellsbæ og Pétur Karlsson starfar hjá Strætó bs.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis veitti þeim viðurkenningar og blómvendi. Að auki fengu þau vikudvöl í orlofshúsum Sameykis að eigin vali.


Jakobína Þórðardóttir færir Pétri Karlssyni viðurkenninguna á kaffistofu Sameykis í morgun.

Pétur Karlsson komst ekki á aðalfundinn til að taka á móti viðurkenningunni en Jakobína Þórðardóttir, deildarstjóri félagsdeildar, tók á móti honum á skrifstofu félagsins og færði blómvönd og viðurkenningu.

Sameyki óskar þeim til hamingju og þakkar þeim fyrir sitt góða framlag í þágu félagsins.