1. maí 2024
Til hamingju með baráttudag launafólks 1. maí

Félagsfólk Sameykis í kröfugöngu 1. maí
Alþjóðlegur baráttudagur launafólks á Íslandi er í dag 1. maí. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar félagsfólki til hamingju með daginn þar sem hann verður haldinn hátíðlegur undir maísólinni um land allt.
Í Reykjavík munu BSRB félagar hittast ásamt öðrum í verkalýðshreyfingunni upp á Skólavörðuholti kl: 13:00. Gangan hefst kl: 13:30 þegar gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti inn á Ingólfstorg þar sem dagskrá hefst kl. 14:00. Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi býður BSRB félagsfólki upp á kaffiveitingar sem Kvennakór Reykjavíkur sér um.
Fjölmennum í kröfugöngu þar sem yfirskriftin er: STERK HREYFING – STERKT SAMFÉLAG.
Dagskrá í Reykjavík
Kl. 13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti.
Kl. 13:30 Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.
Kl. 14:00. Útifundur hefst
Ræðu flytja Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags.
Bríet og Úlfur Úlfur munu taka lagið og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk lnternationallin og Maístjörnuna.