Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. maí 2024

Til hamingju með baráttudag launafólks 1. maí

Félagsfólk Sameykis í kröfugöngu 1. maí

Alþjóðlegur baráttudagur launafólks á Íslandi er í dag 1. maí. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar félagsfólki til hamingju með daginn þar sem hann verður haldinn hátíðlegur undir maísólinni um land allt.

Í Reykjavík munu BSRB félagar hittast ásamt öðrum í verkalýðshreyfingunni upp á Skólavörðuholti kl: 13:00. Gangan hefst kl: 13:30 þegar gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti inn á Ingólfstorg þar sem dagskrá hefst kl. 14:00. Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi býður BSRB félagsfólki upp á kaffiveitingar sem Kvennakór Reykjavíkur sér um.

Fjölmennum í kröfugöngu þar sem yfirskriftin er: STERK HREYFING – STERKT SAMFÉLAG.

 

Dagskrá í Reykjavík

Kl. 13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti.

Kl. 13:30 Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.

Kl. 14:00. Útifundur hefst

Ræðu flytja Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags.

Bríet og Úlfur Úlfur munu taka lagið og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk lnternationallin og Maístjörnuna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)