Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. maí 2024

Sameyki og FFR undirrita kjarasamning

Í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld við undirritun kjarasamnings. Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, Unnar Arnar Ólafsson, formaður FFR og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Samninganefndir Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins gengu frá kjarasamningi til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia í kvöld. Því er verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast fimmtudaginn 9. maí aflýst.

Kjarasamningurinn er til fjögurra ára með gildistíma frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Þórarinn Eyfjörð segir að vinna fari nú í gang í að útbúa kynningarefni fyrir félagsmenn sem reiknað er með að verði tilbúið fyrir næstu helgi.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)