Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. maí 2024

Kjarasamningar og núvitund

Björgvin Franz Gíslason, leikari og Þóarinn Eyfjörð, fomaður Sameykis á fundi Trúnaðarmannaráðs í dag.

Rétt í þessu lauk síðasta fundi Trúnaðarmannaráðs Sameykis á þessari vorönn.

Samkvæmt dagskrá fundarins hóf Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis fundinn með erindi um stöðu kjarasamninga félagsins. Fór hann m.a. yfir ferli nýundirritaðs kjarasamning Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) við SA/Isavia sem hann sagði hafa verið töluvert flókið.


Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

„Við náðum árangri í þeim kjarasamningum með samstöðu félaganna því bæði Sameyki og FFR stóðu saman í kröfugerðinni og einnig áformum um verkfalls-aðgerðir á starfssvæði Isavia í Keflavík. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stendur nú yfir í þessum töluðum orðum og stendur til 16. maí,“ sagði Þórarinn Eyfjörð.

 

„Það eru bara aumingjar sem taka sér sumarfrí“
Björgvin Franz Gíslason, leikari og skemmtikraftur, flutti erindi sem ber heitið Okið undan sjálfum mér. Erindið er hans eigin reynslusaga sem fjallar um kulnun og hvaða bjargráð hann greip til þegar hann sjálfur fór í kulnun.

„Hvernig á að vera í núinu, í flæðinu,“ sagði hann. „Ef Björgvin Franz getur verið rólegur, jafnvel íhugull og slakur, þá geta allir verið rólegir og slakir.“

„Þegar ég fékk tilboð um að taka yfir barnaþáttinn Stundin okkar á RÚV var það tækifæri lífsins sem setti af stað stjórnlausa keðjuverkun sem tók yfir líf mitt.“


Björgvin Franz Gíslason, 

Sagði hann að það sem hann gerði var að hætta við öll önnur áform í lífinu þegar hann snéri sér eingöngu að þessu verkefni að vera umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins. „Ég hafði það viðhorf að ég yrði að sanna mig, vera alltaf að, alltaf í vinnunni, og vera rosa duglegur.“

Hann sagðist hafa haft það viðhorf, að það væru bara aumingjar sem tækju sér sumarfrí. „Þið vitið þetta gamla viðhorf sem er okkur innbyggt – að vinna og vera duglegur. Alltaf brjálað að gera í vinnunni. Aldrei tími til að taka sér sumarfrí. Það væru bara aumingjar sem tækju sér sumarfrí. Og í þessum viðhorfum birtist sjúkleiki minn, að hlaða á mig endalausum verkefnum. Vera rosa duglegur. Þetta er reyndar sprottið úr sjálfhverfu,“ sagði Björgvin Franz og hló.

Björgvin Franz lýsti því hvernig streytan í lífi hans hafi tekið yfir lífið. Hann hafi fórnað vinasamböndum og dýrmætum stundum með fjölskyldunni og börnunum sínum – vegna þess að hann var svo duglegur. Hann sagði að til að forðast kulnun eða koma jafnvel í veg fyrir kulnun þarf að breyta lífsháttum sínum og venjum. Það hafi hann gert. Þetta hafi krafist þess af honum að hann hafi farið að lifa eftir stundartöflu, endurskipulagt líf sitt á ný, alveg frá morgunmat til samverustunda með fjölskyldu sinni. Fyrirlestri sínum lauk hann með því að bjóða öllum að taka þátt í íhugun eða hugleiðslu sem miðast við núvitund.

 

Orlofskostir reifaðir
Eftir kaffihlé sagði Vilhjálmur Ólafsson, rekstrarstjóri fasteigna orlofssjóðs, frá þeim orlofskostum sem í boði eru. Hann sagði einnig frá breytingum sem hafa tekið gildi varðandi úthlutanir orlofshúsa yfir vetrarmánuðina. Frétt um þetta má lesa hér.


Vilhjálmur Ólafsson kynnti orlofsmál félagsins.  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)