Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. júní 2024

Verkfall í Færeyjum að lama samfélagið

Verkfallsverðir gæta inngangsins við austurhöfn Þórshafnar, 31. maí 2024. Ljósmynd/ Maria Olsen.

Alls fimm verkalýðsfélög á almennum vinnumarkaði hafa verið í skipulögðum verkföllum frá 13. maí. Um er að ræða ófaglært verkafólk víðs vegar um Færeyjar sem nú eru í verkfalli. Þetta á við um verksmiðjustarfsmenn, ræstingafólk, sorphirðubílstjóra, sendibílstjóra o.s.frv.


Verkfallið hefur mikil áhrif á samfélagið
Súni Falkvard Selfoss er formaður Starvsfelagsins stéttarfélags sem er að stærstum hluta stéttarfélag opinberra starfsmanna í Færeyjum segir í samtali að mikil áhrif hafa orðið á samfélagið vegna verkfalls starfsfólks á almennum vinnumarkaði í Færeyjum.

„Ég tel að félagsfólk í þessum verkalýðsfélögum sem nú eru í verkfalli séu einhvers staðar á milli 6000-7000, og margir þeirra eru erlendir starfsmenn. Flestir félagsmenn sem eru í verkfallinu starfa á almennum vinnumarkaði. Stéttarfélögin ákváðu mánudaginn 13. maí á miðnætti að fara í verkfall og sem tók gildi þriðjudaginn 14. maí fyrir 3 vikum. Havnar Arbeiðskvinnufélag, tók ekki þátt í verkfallinu fyrr en á þriðjudaginn 28. maí á miðnætti, fyrir aðeins viku síðan.


Súni Falkvard Selfoss, formaður Starvsfelagsins, á alþjóðlegu þingi opinberra starfsmanna (PSI) sl. haust.


Fersk mætvæli að klárast, enginn ferskur matur er fluttur inn
Spurður nánar út í áhrif af verkfallinu segir Súni Falkvard að áhrif þess séu nokkuð mikil nú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá því það hófst.

„Staðan er sú að það er enginn ferskur matur er fluttur inn í landið. Því eru matvöruverslanir næstum uppiskroppa af flestum ferskum matvælum eins og ávöxtum, grænmeti, eggjum o.s.frv. Matvæli með langt geymsluþol eru enn til og staðbundin bakarí og mjólkurframleiðsla er enn í gangi, svo að engin hætta er á hungri,“ segir Súni Falkvard.


Eldsneyti aðeins veitt í brýnustu neyð
Súni segir að bensín og dísil sé uppurið fyrir almenning. Aðeins fáir geta fengið eldsneyti með því skilyrði að þeir þurfi það í læknisfræðilegum tilgangi.

„Bensín og dísil er búið. Flestar staðbundar strætisvagnasamgöngur er ekki í gangi. Skólum og stofnunum hefur að mestu verið lokað vegna skorts á þrifum og sorphirðu. Fólk í öllum geirum atvinnulífsins á í erfiðleikum með að komast til vinnu vegna skorts á samgönguþjónustu og barnapössun, sumir neyðast til að vera heima án launa. Ég gæti haldið áfram, en þetta eru mest áberandi afleiðingar verkfallsins,“ segir Súni um stöðuna í samfélaginu.


Ákvörðun um samúðarverkfall
Að lokum segir Súni að innan þeirra raða er rætt er um að Starvsfelagið hefji samúðarverkfall.

„Starvsfelagið íhugar að fara í samúðarverkfall, það verður rætt í stjórninni á fimmtudaginn og reiknum við með ákvörðun samdægurs. Einungis félagsmenn okkar sem starfa á almennum vinnumarkaði geta farið í samúðarverkfall þar sem áframhaldandi átök sem verkfallið snýst um eru samningar við einkaaðila á almenna vinnumarkaðnum en ekki opinbert starfsfólk. Þannig að ef félagsfólk okkar fer í samúðarverkfall verður fjöldinn er um 200 manns, sem er um 10 prósent af félagsmönnum í Starvsfelaginu,“ sagði Súni Falkvard Selfoss.