6. júní 2024
Fagnám í umönnun fatlaðra
Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni
Starfsmennt stendur fyrir fagnámi í umönnun fatlaðra í haust. Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Þó námið sé miðað að starfi með fötluðum þá getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.
Námið stendur félagsfólki í Sameyki til boða því að kostnaðarlausu. Námsmat byggir á verkefnaskilum ásamt 80% mætingarskyldu og virkri þátttöku.
Sjá nánar um námið hér.