Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Samanburður stéttarfélaga 2018

Samanburður á launum VR, SFR og St.Rv.
Í þessum samanburði eru borin saman heildarlaun VR, SFR og St.Rv. félaga. Aðeins eru skoðuð laun fólks í 100% starfi (ekki eru skoðuðu uppreiknuð laun, þ.e. fólk í minna en 100% starfi er ekki með í útreikningum og því geta tölur vikið frá áður birtum tölum).

Fyrst eru borin saman heildarlaun, þá heildarlaun pr. vinnustund og að lokum gerð aðhvarfsgreining. Aðhvarfsgreiningin er gerð þar sem samsetning félaganna er um margt ólík og í aðhvarfsgreiningunni er tekið tillit til þátta sem áhrif hafa á laun og eru það þættir sem aðilar í samstarfinu eru sammála um að taka eigi tillit til við útreikninga. Þetta eru kyn, aldur, aldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa aldurs), vinnutími, starfsaldur og starfsaldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa starfsaldurs), þá er tekið tillit til yfirflokka starfsstétta (eins og mögulegt er), menntunar og vaktaálags. Sú greining sýnir áhrif stéttarfélags á laun að teknu tilliti til ofangreindra þátta. Ekki er hægt að taka tillit til atvinnugreina, eins og gefur að skilja.

Samanburður á heildarlaunum, VR, SFR og St.Rv. – aðeins fólk í 100% starfi
Heildarlaun VR félaga í 100% starfi eru tæpar 672 þúsund krónur að meðaltali en heildarlaun SFR félaga eru að meðaltali tæpar 550 þúsund. VR félagar eru því með 22% hærri laun en SFR félagar fyrir fullt starf, sem þýðir að laun SFR félaga þyrftu að hækka um 22% að meðaltali til að ná launum VR félaga. Meðalheildarlaun St.Rv. félaga eru tæpar 581 þúsund krónur og er VR með 16% hærri heildarlaun en St.Rv. að meðaltali. Laun St.Rv. þyrftu að meðaltali að hækka um 16% til að ná launum VR félagsmanns.Í töflunni hér að neðan má svo sjá hve mikið laun félagsmanna SFR og St.Rv. þyrftu að hækka til að ná heildarlaunum VR félaga.Laun pr. vinnustund fyrir fólk í 100% starfi
Ef borin eru saman laun pr. vinnustund eru laun VR félaga pr. vinnustund 3.658 krónur en SFR félaga 2.982 krónur og St.Rv. félaga 3.061 kr.

VR félagar eru með 23% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður og því litlar breytingar á launamuni félagsmanna þó tillit sé tekið til vinnutímans. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (23%) en karla (18%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum.

Þegar samanburður á meðal-heildarlaunum pr. vinnustund er skoðuð fyrir VR og St.Rv. eykst munurinn milli félaganna. VR félagar eru með 20% hærri heildarlaun pr. vinnustund en St.Rv. félagar, endar er vinnutími St.Rv. félaga í fullu starfi lengri en VR félaga í fullu starfi.Niðurstöður aðhvarfsgreiningar
Í töflum hér að neðan eru svo niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir tímabilið 2011-2018 þar sem borin eru saman heildarlaun fólks í 100% starfi að teknu tilliti til þeirra þátta sem að ofan eru nefndir.

Í töflunni hér að neðan er sýnt hve mikið laun SFR félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félagsmanna:

Í aðhvarfsgreiningu eru eftirfarandi breytur: kyn, aldur, aldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa aldurs), vinnutími, starfsaldur og starfsaldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa starfsaldurs), þá er tekið tillit til yfirflokka starfsstétta (eins og mögulegt er), menntunar og vaktaálags.

Eins og sjá má hefur dregið saman með félögunum og munurinn minnkað úr 19% í 11% síðan 2011. Þó mannaforráðum sé bætt við jöfnuna, breytist munurinn milli félaganna ekki.

Í töflunni hér að neðan eru svo niðurstöður aðhvarfsgreiningar þar sem borin eru saman heildarlaun VR félaga og St.Rv. félaga að teknu tilliti til þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Taflan sýnir hve mikið laun St.Rv. félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félagsmanna:

Í aðhvarfsgreiningu eru eftirfarandi breytur: kyn, aldur, aldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa aldurs), vinnutími, starfsaldur og starfsaldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa starfsaldurs), þá er tekið tillit til yfirflokka starfsstétta (eins og mögulegt er), menntunar og vaktaálags.


Einnig má sjá í töflunni hefur munurinn verið svipaður síðustu fjögur ár eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2013. Ef mannaforráðum er bætt við greininguna, þá eykst munurinn í 17%.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)