Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Málþing um vinnumarkað framtíðarinnar

Málþingið var haldið 14. október 2020 í tengslum við tilkynningu um hvaða stofnanir hlutu titilinn Stofnanir ársins 2020 og fyrirmyndarstofnanir. Á málþinginu var fjallað um þær áskoranir sem starfsfólk og stjórnendur standa frammi fyrir vegna tækniþróunar og lýðfræðilegra breytinga. 

Halda áfram

 

 

Erindi Bergs Ebba hét Úr borg í ský og var aðgengilegt fram til 14. nóvember 2020. Í erindinu fjallaði hann um breytingar á samfélaginu, áður fluttum við úr sveit í borg en núna erum við að fara úr borg í ský. Hann velti fyrir sér hvaða áhrif tæknibreytingar hafi á sjálfsmynd einstaklinga, hópa og stofnana? Er samfélagsgerð okkar að breytast í þá veru að starfið er ekki lengur miðpunkturinn? Hvaða áhrif hefur það á stéttarfélög, lífeyrissjóði og aðrar stofnanir þjóðfélagsins?

 

 

Karl Sigurðsson fjallaði um þær breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði sökum tæknibreytinga, sjálfvirkni og gervigreindar og hvernig færnispár geta hjálpað okkur að mæta vinnumarkaði framtíðarinnar.

 

Við kunnum miklu meira en við teljum. Þetta segir Guðfinna meðal annars í erindi sínu. Hún segir það ekki einungis skipta máli hvað við lærum heldur sé hagnýting þekkingarinnar ekki síður mikilvæg.

Huginn Freyt tók þátt í að vinna aðgerðaáætlun stjórnvalda um fjórðu iðnbyltinguna. Hann segir tæknibreytingar ekki einungis fjalla um það að kaupa nýjustu tækin heldur þarf að þjálfa starfsfólk og innleiða tæknina með réttum hætti inná vinnustaðina.


Málþing var haldið miðvikudaginn 14. október frá kl. 14:30-16:30 í gegnum streymi að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu. Á málþinginu var spennandi dagskrá þar sem meðal fyrirlesara voru Bergur Ebbi, Guðfinna Harðardóttir, Huginn Freyr Þorsteinsson og Karl Sigurðsson. Þau fjölluðu um hvaða færni við þurfum til framtíðar og hvernig við getum stutt við starfsfólk og stjórnendur á umbreytingatímum. Þá voru kynntar niðurstöður úr könnun Sameykis um viðhorf starfsfólks til framtíðarvinnumarkaðarins. Sirrý Arnardóttir stýrði viðburðinum. Að málþingi loknu var tilkynnt hvaða stofnanir hlutu viðurkenningar sem Stofnun ársins 2020 og fyrirmyndarstofnanir. Nánari upplýsingar um Stofnun ársins má finna hér.


 Kl. 14:30  
Setning málþings     
 Ávarp
- Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis
 Úr borg í ský - vinnumarkaður framtíðar
- Bergur Ebbi rithöfundur
 Hvað segir starfsfólk um framtíðarvinnumarkaðinn
- Sólveig Jónasdóttir frá Sameyki
 Færniþörf á vinnumarkaðnum
- Karl Sigurðsson frá Vinnumálastofnun
      - Sýn Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Skrifstofu ráðninga- og mönnunar hjá Reykjavíkurborg
 Kl. 15:25Hlé í 10 mínútur
 Hvernig styðjum við starfsfólk og stjórnendur inn í framtíðina
- Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Fræðslusetursins Starfsmenntar
- Dæmi um raunfærnimat á móti viðmiðum starfs;
          Fræðslusmiðstöð atvinnulífsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Vinnumálastofnun
      - Dæmi um breytingu á starfi í kjölfar stafrænnar þróunar hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar 

 Aðgerðaráætlun um fjórðu iðnbyltinguna
- Huginn Freyr Þorsteinsson formaður stýrihóps aðgerðaáætlunar um fjórðu iðnbyltinguna 
     
 Kl. 16:15

Tilkynnt hvaða stofnanir hljóta viðurkenningar sem Stofnanir ársins 2020 og fyrirmyndarstofnanir

 

Í erindi sínu fjallar Bergur Ebbi um málefni fjórðu iðnbyltingarinnar, svo sem gervigreind, sjálfvirknivæðingu, framtíð starfa og breytt gildismat nýrra kynslóða. Hvaða áhrif hafa þessar tæknibreytingar á sjálfsmynd einstaklinga, hópa og stofnana? Er samfélagsgerð okkar að breytast í þá veru að starfið er ekki lengur miðpunkturinn? Hvaða áhrif hefur það á stéttarfélög, lífeyrissjóði og aðrar stofnanir þjóðfélagsins? Bergur Ebbi setur tæknibreytingar í samhengi og tengir þær við aðra þætti í þjóðfélaginu og veltir upp hvort allar breytingar séu eftirsóknarverðar.

Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari með fjölþættan listrænan og fræðilegan bakgrunn. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba eru tæknibreytingar og áhrif þeirra á sjálfsmynd einstaklinga og hópa, stjórnmál, breytt valdajafnvægi, mynstursgreining og tíðarandi. Bergur Ebbi er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada auk þess að leggja stund á lögfræði og listasögu við Université de Cergy Pontoise í París. Meðal verka Bergs Ebba eru bækurnar Stofuhiti, sem kom út 2017 og Skjáskot sem kom út 2019.

Í erindinu mun Karl Sigurðsson fara yfir spár um færniþörf á vinnumarkaði, hvernig slíkar spár eru unnar, hvað í þeim felst og hvaða ávinningur er af slíkum spám um þróun færniþarfar. Einnig mun ég fjalla lauslega um þær breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði sökum tæknibreytinga, sjálfvirkni og gervigreindar.

Karl er með BA próf í félagsvísindum og leggur nú stund á mastersnám í félagsfræði með áherslu á vinnumarkað og aðferðafræði, ásamt því að hafa lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hann hefur unnið á Vinnumálastofnun í 20 ár við rannsóknir, tölfræðigreiningu, framsetningu gagna, kynningar, erlent samstarf o.fl. Vann áður hjá Félagsvísindastofnun Háskólans í um 10 ár við rannsóknir, gerð og úrvinnslu kannana ofl. Karl er alinn upp við Breiðafjörð og sinnir í dag æðarrækt og skógrækt á sínum æskuslóðum. Áhugamálin eru fjölbreytt og tengjast útivist og veiði, tónlist og íþróttum og hef hann starfað mikið innan íþróttahreyfingarinnar í gegnum tíðina.

Erindi Guðfinnu Harðardóttur fjallar um hæfniþróun opinberra starfsmanna og hvernig fræðslusetrið Starfsmennt getur stutt við þróun hæfni bæði hjá einstaklingum en einnig hjá stofnunum sem einingum. Stofnanir ríkis og sveitarfélaga eru þekkingarvinnustaðir og því er afar mikilvægt að þróun hæfni sé markviss og í takti við þarfirnar.
Hæfni er samsett úr þekkingu, leikni og viðhorfi, og því þarf að huga að öllum þáttum. Hæfni er bæði almenn þannig að hún nýtist þvert á störf og sértæk þar sem hún nýtist aðeins í tilteknum störfum. Hvort sem er, skiptir miklu máli að bæði starfsmenn og stjórnendur taki ábyrgð á hæfniþróun sinni og sinna stofnana og tileinki sér hugarfar grósku og lærdóms alla ævi. Það er eina leiðin til að fóta sig í framtíðinni.

Guðfinna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Fræðslusetursins Starfsmenntar frá árinu 2017. Áður var hún sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hagstofu Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífs, en þar kynntist hún einmitt heimi fullorðinsfræðslunnar og hvað hæfni er flókið fyrirbæri. Sjálf lítur hún á sig sem eilífðarnemanda sem finnst gaman að prjóna og er óhrædd við að rekja upp heilu stykkin og byrja upp á nýtt ef henni líst ekki nógu vel á útkomuna.

Huginn Freyr Þorsteinsson ræðir í erindi sínu um mikilvægi þekkingar og mannauðs í viðbrögðum samfélagsins við tæknibreytingum. Þá mun hann fara yfir helstu atriði úr nýrri aðgerðaráætlun stjórnvalda um fjórðu iðnbyltinguna.
Huginn er heimspekingur og sérfræðingur hjá Aton.JL en jafnframt einn af eigendum stofunnar. Hann var formaður nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Er einnig stundakennari við HÍ.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)