Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Málþing - Vellíðan og vöxtur með betri vinnutíma

Málþingið var haldið 16. mars 2022 í tengslum við tilkynningu um hvaða stofnanir hlutu titilinn Stofnanir ársins 2021 og fyrirmyndarstofnanir. Á málþinginu var fjallað um vellíðan og vöxt með betri vinnutíma. 

Halda áfram

Málþing um mannauðsmál var haldið miðvikudaginn 16. mars kl. 14-16:15 á Hilton Reykjavík Nordica.


Myndir frá málþinginu

 Kl. 14:00

Setning málþings    

 Ávarp
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis

 Rödd starfsfólks - Hvað segir starfsfólk um vellíðan og vöxt með betri vinnutíma
Sóley Kristjánsdóttir, þjálfari og sérfræðingur á sviði mannauðslausna og ráðgjafar hjá Gallup

 Spjall um hvernig stytting vinnuvikunnar hafi gengið hjá ríki og Reykjavíkurborg
Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri Mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar
    Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins


 Betri vinnutími í vaktavinnu - ávinningur og áskoranir.
Bára Hildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri betri vinnutíma í vaktavinnu

 Reynslusögur - Sjónarhorn stjórnenda og starfsfólks
- Árbæjarlaug vaktavinna
    - Laugarás meðferðargeðdeild Landpítali vaktavinna


 Kl. 15:00

Hlé í 15 mínútur

 Reynslusögur - Sjónarhorn stjórnenda og starfsfólks
    - Leikskólinn Hálsaskógur dagvinna
    - Landsbókasafn Háskólabókasafn dagvinna með meiru
- Tryggingastofnun ríkisins dagvinna
 
 Vöxtur í mótlæti
Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi

 Liðsheild og metnaður
Auðunn Arnórsson, MPA 

    Samantekt
Sirrý Arnardóttir málþingsstjóri

 


Hvað segir starfsfólk um vellíðan og vöxt með betri vinnutíma
Þemaspurningar í könnuninni að þessu sinni fjölluðu um styttingu vinnuvikunnar, líðan starfsmanna og tækifæri til vaxtar í starfi. Sóley Kristjánsdóttir, sem er sérfræðingur hjá Gallup, hefur rýnt niðurstöðurnar úr þessum þáttum könnunarinnar og ætlar að setja þær í samhengi fyrir okkur. 
 Betri vinnutími í vaktavinnu – ávinningur og áskoranir
Eftir 10 mánaða reynslu af betri vinnutíma í vaktavinnu upplýsti Bára Hildur Jóhannsdóttir okkur um stöðuna og fór yfir ávinning og áskoranir. Um er að ræða eitt stærsta breytingarverkefni á vinnutíma starfsfólks í hálfa öld og því ljóst að um umbótavegferð er að ræða. Í vinnutímabreytingunum felst einstakt tækifæri sem allir ættu að taka þátt í að þróa áfram með öryggi, heilsu og jafnvægi vinnu og einkalífs að leiðarljósi.


Vöxtur í mótlæti
Þessa daganna eru vinnustaðir að upplifa nýjan veruleika. Við erum að koma tilbaka eftir mislanga dvöl heima við og allt er breytt. Við erum breytt og mögulega einhverjar forsendur á vinnustaðnum okkar. Núna skiptir máli að vanda sig og nýta þau tól og tæki sem fyrirfinnast til að auðvelda endurkomu og tryggja góða líðan með framhaldið. Á fyrirlestrinum leitaðist Guðrún Snorradóttir  við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvaða tilfinningum getum við átt von á og hvernig er best að bregðast við þeim?
Hvernig tökum við reglulega „stöðuna“ á okkur og hópnum okkar?
Hvað einkennir þær leiðir sem fara má til að vaxa í mótlæti?
Hvernig getum við hlúð að starfsfólkinu okkar, með þessa vitneskju í fararteskinu? 
Liðsheild og metnaður
Hvernig geta stjórnendur hjá hinu opinbera nýtt sér niðurstöður úr starfsánægjukönnuninni Stofnun ársins til að stuðla að úrbótum á sínum vinnustöðum?
Þetta var aðalrannsóknarspurning Auðuns Arnórssonar í meistaraprófsritgerð hans í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands sem var unnin á síðasta ári.