Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Jafnrétti

Jafnrétti kom inn sem nýr þáttur í könnuninni árið 2016. Þátturinn byggist á sex spurningum sem snúa að jafnrétti, bæði almennt og jafnrétti kynjanna, auk spurningar um fjölbreytni starfsmannahópsins. Jafnréttisþátturinn er sá þáttur sem hefur hækkað mest síðan 2016 og þróun á þessum þætti er enn í jákvæða átt.

Á heildina litið er ekki munur á svörum Sameykisfélaga annars vegar og svo þeirra sem standa utan Sameykis hins vegar. Starfsfólk fyrirtækja borgarinnar er lang ánægðast með stöðu jafnréttis af þeim vinnuveitendum sem eru skoðaðir en starfsfólk Ohf. og sjálfseignarstofnana óánægðast með stöðuna.

Karlar gefa jafnrétti mun hærri einkunn en konur og er það iðulega svo í spurningum um jafnrétti að karlar telja frekar að jafnrétti sé til staðar en konur, bæði á vinnustaðnum og í samfélaginu almennt. Stjórnendur eru lang ánægðastir með jafnrétti ásamt starfsfólki í sölu- og afgreiðslustörfum.

Eins og sjá má á mynd 17 hafa borgarstofnanirnar, sveitarfélögin og fyrirtæki borgarinnar komið betur út á jafnréttisþættinum frá því að þátturinn var fyrst mældur (2016). Munurinn var meiri 2016 en síðar en hefur haldist svipaður síðustu þrjú ár, þrátt fyrir að mælingar í báðum stofnanaflokkum hafi hækkað.

Mynd 17: Mat Sameykisfélaga – annars vegar starfsfólk ríkis og sjálfseignarstofnana (byggt á tæplega 2300 svörum) og hins vegar starfsfólk borgar og bæja og fyrirtækja borgarinnar (byggt á tæplega 1300 svörum). Meðaleinkunn tekur gildi frá 1 (lægst) til 5 (hæst).

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)