Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Sveigjanleiki vinnu

Þátturinn sveigjanleiki vinnu er samsettur úr fimm spurningum. Til dæmis er spurt hvort fólk eigi auðvelt með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, hvort fólk hafi svigrúm til að útrétta í vinnutímanum, hvort fólk geti farið úr vinnu með litlum fyrirvara og hvort það geti tekið sumarfrí á þeim tíma sem því hentar. Flestir gefa sveigjanleika „góða“ einkunn, eða um fjórir af hverjum fimm. Einungis tæp 4% gefa sveigjanleika „slæma“ einkunn.
Sameykisfélagar gefa sveigjanleika heldur hærri einkunn en þeir sem standa utan Sameykis. Þá er ánægja með sveigjanleika töluvert meiri hjá fyrirtækjum borgarinnar en öðrum. Skrifstofufólk er ánægðast með sveigjanleikann af þeim starfsstéttum sem eru mældar. Þá dregur úr ánægju með sveigjanleika með aukinni menntun og aukinni stærð stofnana. Ánægja með sveigjanleika stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu mælingu, þó að lítilsháttar lækkunnar verði vart hjá Sameykisfélögum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)