Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fulltrúaráð

Fulltrúaráðið vinnur m.a. að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins ásamt því að fjalla um kjara- og réttindamál og annast undirbúning kjarasamninga.
Halda áfram

Fulltrúaráð Sameykis er skipað stjórn félagsins, formönnum sjóða félagsins og 90 fulltrúum sem kosnir eru af trúnaðarmannaráði á fyrsta trúnaðarmannaráðsfundi að hausti eftir kosningu á oddatöluári. Við kosningu fulltrúa í fulltrúaráð skal tryggt að lágmarki séru tveir fulltrúar frá eftirtöldum landshlutum: Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Einnig skal vera tryggt að eftirtaldar kjarasamningseiningar eigi að lágmarki tiltekinn fjölda fulltrúa í ráðinu, kjarasamningur ríkisins /sjálfeignarstofnanir, kjarasamningur sveitarfélaganna / sjálfseignarstofnanir, og kjarasamningur SA og annarra sem félagið gerið kjarasamning við. Listi yfir fulltrúaráð Sameykis 2019-2021 er hér.

Formaður Sameykis er formaður fulltrúaráðs. 

Fulltrúaráðið vinnur að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins, þar á meðal kýs fulltrúaráðið uppstillingarnefnd og laganefnd þagar það á við.  Á fundum fulltrúaráðs skal m.a. gerð grein fyrir fjárhagsstöðu sjóða félagsins og lögð fram skýrsla yfir starfsemina einu sinni á ári. Fulltrúaráð skal ákveða hvaða fastanefndir skulu starfa og setja þeim reglur og kjósa í þær.  Fulltrúaráð getur einnig stofnað aðrar nefndir eða vinnuhópa innan félagsins í kringum sérstök verkefni. Fulltrúaráð skal fjalla um kjara- og réttindamál og annast undirbúning kjarasamninga. 

Fyrsti fundur fulltrúaráðs Sameykis var haldinn miðvikudaginn 16.október 2019 kl. 13:30 - 16:00.

Dagskrá:

13:30 – 13:40             Hlutverk fulltrúaráðsins. 

                                   Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.

13:40 – 14:10             Umhverfismálin -  hvað getur stéttarfélag lagt af mörkum.  

                                   Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.

14:10 – 14:50             Kjaramálin, útfærslur á einstaka ákvæðum - unnið á borðum.

14:50 – 15:10             Kaffi

15:10 – 15:30             Ákvörðun um fastanefndir. 

15:30 – 16:00             Kosning í fastanefndir.

 

Reglur um kosningu til fulltrúaráðs

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)