Fulltrúaráð Sameykis er skipað stjórn félagsins, formönnum sjóða félagsins og 90 fulltrúum sem kosnir eru af trúnaðarmannaráði á fyrsta trúnaðarmannaráðsfundi að hausti eftir kosningu á oddatöluári. Við kosningu fulltrúa í fulltrúaráð skal tryggt að lágmarki séru tveir fulltrúar frá eftirtöldum landshlutum: Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Einnig skal vera tryggt að eftirtaldar kjarasamningseiningar eigi að lágmarki tiltekinn fjölda fulltrúa í ráðinu, kjarasamningur ríkisins /sjálfeignarstofnanir, kjarasamningur sveitarfélaganna / sjálfseignarstofnanir, og kjarasamningur SA og annarra sem félagið gerið kjarasamning við. Listi yfir fulltrúaráð Sameykis 2019-2021 er hér.
Formaður Sameykis er formaður fulltrúaráðs.
Fulltrúaráðið vinnur að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins, þar á meðal kýs fulltrúaráðið uppstillingarnefnd og laganefnd þagar það á við. Á fundum fulltrúaráðs skal m.a. gerð grein fyrir fjárhagsstöðu sjóða félagsins og lögð fram skýrsla yfir starfsemina einu sinni á ári. Fulltrúaráð skal ákveða hvaða fastanefndir skulu starfa og setja þeim reglur og kjósa í þær. Fulltrúaráð getur einnig stofnað aðrar nefndir eða vinnuhópa innan félagsins í kringum sérstök verkefni. Fulltrúaráð skal fjalla um kjara- og réttindamál og annast undirbúning kjarasamninga.
Fyrsti fundur fulltrúaráðs Sameykis var haldinn miðvikudaginn 16.október 2019 kl. 13:30 - 16:00.
Dagskrá:
13:30 – 13:40 Hlutverk fulltrúaráðsins.
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.
13:40 – 14:10 Umhverfismálin - hvað getur stéttarfélag lagt af mörkum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.
14:10 – 14:50 Kjaramálin, útfærslur á einstaka ákvæðum - unnið á borðum.
14:50 – 15:10 Kaffi
15:10 – 15:30 Ákvörðun um fastanefndir.
15:30 – 16:00 Kosning í fastanefndir.