Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Að næra delluna sína - fyrir 60+

Kl: 20:00-21:30
Staðsetning: Framvegis, Borgartún 20. 3. hæð og vefviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Í hverju gleymdir þú þér sem barn? Hvað veitir þér ánægju í dag? ,,Dellur“ hafa stundum fengið neikvætt hlaðna merkingu í daglegu tali en í ,,dellum“ felast heilmikil lífsgæði. Á þessu námskeiði verður fjallað um nærandi athafnir og hvernig þær hafa jákvæð áhrif á heilsu, vellíðan, endurheimt og streitulosun. Hvað eru nærandi athafnir fyrir þér? Nærandi athafnir geta falist í einhverju sem hefur fylgt okkur í gegnum lífið en þær geta líka birst í nýrri iðju og nýjum áhugamálum. Hvar gleymir þú þér í flæði?

Fjallað verður um styrkleika, flæðiskenningu Mihaly Csikszentmihalyi (flow theory), tengsl og fleiri áhrifamikla grunnþætti lífsgæða.

Skráning hér

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)