Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á 9 ólíkum þáttum en þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi stofnana. Þáttagreining (factor analysis) var notuð til að greina þá undirliggjandi þætti sem eru mældir. Í megindráttum komu fram níu þættir: Stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Vægi þáttanna í heildareinkunn ákvarðast af þáttagreiningunni en stofnunum er síðan raðað eftir heildareinkunninni.
Hér má lesa nánar um niðurstöður einstakra þátta:
Stjórnun
Starfsandi
Launakjör
Ánægja og stolt
Vinnuskilyrði
Sveigjanleiki vinnu
Ímynd
Sjálfstæði í starfi
Jafnrétti
Mynd 1: Vægi þátta í heildareinkunn hjá ríkisstofnunum og sjálfseignarstofnunum. Vægi þátta hjá Sameyki borg og bæ, víkur lítillega frá þessari mynd.