Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fréttir

11
feb.

Við söfnum upplýsingum

Þessa dagana er fyrirtækið Miðlun að aðstoða okkur við að fylla upp í netfanga og símanúmera listana okkar í félagskránni. Okkur þykir nauðsynlegt að......

Fleiri fréttir

Viðburðir

Fleiri viðburðir
Vinnustaðafundir - Kjarasaminga strax!

Formenn Sameykis eru þessa dagana að heimsækja nokkra af stærstu vinnustöðunum okkar til að ræða stöðuna í kjarasamningsviðræðum og afstöðu fólks til mögulegra aðgerða. Í vikunni voru fundir m.a. á Landspítalanum Hringbraut, og Höfðatorgi auk nokkra funda með starfsfólki skóla. Á dagskrá eru um tuttugu fundir og við hvetjum félagsfólk okkar til að koma og fylgjast með. Auk vinnustaðafundanna verður opinn fundur þann 23. janúar kl. 17 á Grettisgötu 89. Fylgist vel með á viðburðadagatalinu okkar hér að ofan og við hvetjum ykkur til að mæta á fundina og láta heyra í ykkur.

Kæri félagi

Undanfarnar dagar hafa einkennst af fjölda funda með viðsemjendum og félagsfólki á vinnustöðum. Á sama tíma og við reynum til hins ítrasta að semja undirbúum við baráttufundi með félagsmönnum til að vera tilbúin í aðgerðir. Þannig er staðan. Fundir með viðsemjendum hafa gengið upp og ofan. Sumt er komið aðeins lengra áleiðis en annað. Enn strandar þó á stóru málunum, þ.e. stytting vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. Aftur og aftur reyna atvinnurekendur að stilla umræðunni þannig upp að ef þeir láti okkur fá eitthvað þá eigum við skila einhverjum réttindum til baka. Að sitja við samningaborðið er eins og að starfa á skiptibókamarkaði. Þetta er aðferðafræði sem stundum er notuð en í þessum samningaviðræðum hefur hún verið allsráðandi. Stemningin á vinnustaðafundum er allt önnur. Þar er hugur í fólki og viljinn til að sýna kraft okkar í verki er til staðar. Við munum ekki gefa eftir og brýnum okkar fólk til að vera tilbúið þegar á þarf að halda.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)